Þetta er minnislistinn þinn áður en lagt er í göngu að eldstöðvunum.

Ertu með:

  • Bakpoka
  • Höfuðljós/vasaljós og aukarafhlöður
  • Vatnshelda gönguskó
  • Föt til skiptanna
  • Fullhlaðinn farsíma
  • Vatnsflösku
  • Heitan drykk ef þér verður kalt.
  • Nesti fyrir lengri tíma en þú heldur að gangan taki.
  • Ruslapoka, ekki skilja eftir rusl á svæðinu.
  • Þrjú lög af fötum úr ull og/eða sérhönnuðu gerviefni fyrir göngur.
  • Hlýja sokka (úr ull eða sambærilegu efni)
  • Hanska/vettlinga
  • Hlýja húfu

Ertu búin að:

  • Skoða veðurspá fyrir göngusvæðið
  • Athuga með nýjustu upplýsingar frá Almannavörnum – Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra | Facebook
  • Láta einhvern vita um ferðaáætlunina þína.
  • Hlaða farsímann þinn.
  • Taka með allt sem er á listanum hér fyrir ofan.