Að skoða eldgos

Upplýsingar um hvernig hægt er að fara að Fagradalsfjallseldum á Reykjanesi.

Að skoða eldgos

Upplýsingar um hvernig hægt er að fara að Fagradalsfjallseldum á Reykjanesi.

Fjallabílaferðir að Fagradalsfjalli

Icelandia býður upp á ferðir með fjallabíl upp að hrauninu við Fagradalsfjall. Nánari upplýsingar má fá með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan (á ensku).

Farðu varlega!

Eldfjöll eru hættuleg

  1. Það er gasmengun við eldfjallið. Í logni getur gasmengun aukist hratt. Gas safnast saman í dölum og á lálendi. Gas frá eldsumbrotum er lífshættulegt.
  2. Nýjar gossprungur geta myndast án fyrirvara.
  3. Þrátt fyrir að svart hraunið virðist traust, þá er það ekki öruggt. Ekki stíga á svart nýrunnið hraun. Undir því getur verið rennandi hraun sem er lífshættulegt.
  4. Hraun getur skyndilega byrjað að renna undan hraunjaðrinum. Hraun getur runnið hraðar en þú getur hlaupið. Farðu varlega.
  5. Það er óheimilt að ganga á hraunbreiðunni sem rann 2021 (sjá 3. lið).
  6. Veðrið á Íslandi er mjög breytilegt og það er löng ganga að eldstöðinni. Kynntu þér veðurspá fyrir svæðið áður en þú leggur af stað.
  7. Stjórnvöld geta lokað aðgengi að svæðinu vegna veðurs. Slík ákvörðun er einungis tekin ef hætta er á ferð. Ferð á eldstöðvarnar er ekki mikilvægari en líf þitt og heilsa.
  8. Hjálparsveitarfólk og yfirvöld á svæðinu bera líf þitt og heilsu fyrir brjósti. Fylgdu leiðbeiningum þeirra.
  9. Börn undir 12 ára aldri mega ekki fara inn á svæðið þar sem eldsumbrotin eru. Þetta er erfið ganga. Ekki leggja líf og heilsu barnanna þinna í hættu.
  10. Gangan að eldstöðvunum er um 7 km hvora leið. Hækkunin á leiðinni er um 300 metrar. Það þýðir að gangan er 14 km fram og til baka. Leiðin er grýtt, brött og erfið, sérstaklega nær gosstöðvunum. Þetta er 4-5 klst ganga fyrir flesta.
  11. Það má einungis leggja á merktum bílastæðum. Að leggja á vegaröxl er óheimilt. Utanvegaakstur er einnig óheimill á Íslandi.

Nýjustu upplýsingar

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra birtir nýjustu upplýsingar um ástand við gosstöðvarnar á Facebook síðu embættisins.

Kort

Gagnlegar upplýsingar

Það er mikilvægt að vera undirbúin fyrir langa og erfiða göngu. Veðrið á bílastæðinu er ekki endilega svipað veðrinu sem er upp við eldstöðvarnar. Vertu viðbúin erfiðum aðstæðum.